Skip to content

Sölukerfið komið í loftið

13.03.2015

Eftir mikla þróunar- og rannsóknarvinnu erum við hjá Smartmedia stoltir af því að geta sett kerfi eins og miniPos í loftið. Sölukerfið er í heild sinni hannað með það að markmiði að einfalda bæði einstaklingum og fyrirtækjum að selja hvað sem er, hvenær sem er.

miniPos samanstendur af mörgum eiginleikum eins og:

  • Sölukerfi sem gerir þér kleift að selja út vörur eftir hraðvirkri og skilvirkri leit, skjóta vörum inn eftir strikamerki eða fletta upp eftir vöruflokkum og klikka á vöru.
  • Reikningakerfi sem gerir þér kleift að gefa út reikninga og senda þá á tölvupósti til viðskiptavinar.
  • Vörukerfi þar sem þú getur stofnað þínar vörur og þjónustu á skilvirkan og fljótlegan hátt. Meðal þess sem þú getur gert er að stofna vöru með titli, strikamerki, vörunúmeri, mynd, verði, textalýsingu og eiginleikum eins og stærð (s,m,l,xl o.s.frv.)
  • Pantanir gera þér kleift að fylgjast með öllum færslum sem eru gerðar og þú getur einnig sent pantanir aftur í miniPosann og bætt við og/eða klárað færslu.
  • Með Tölfræði er auðvelt að fylgjast með sölu dagsins og einnig hversu mikinn afslátt er búið að gefa.
  • Uppgjörið gerir þér kleift að gera upp hvern dag fyrir sig eða gera upp þá daga sem þú vilt. Hægt er að bóka uppgjör og senda á emaili t.d. ef þú sem eigandi varst ekki í vinnu að þá getur þú séð söluna og séð til þess að það var gert rétt upp.
     

Þetta er svona það helsta sem vert er að nefna en hægt er að fá miniPos sölukerfið með netverslun frá Smartmedia og þannig unnið á einum gagna- og birgðagrunni sem ætti að einfalda allt utanumhald. Það eru fleiri nýjungar á leiðinni í sölukerfið sem munu líta dagsins ljós á næstu vikum.

Ef þú vilt vita meira, heyrðu þá í okkur í síma 588 4100 eða sendu okkur línu á info @ minipos.is